Upplýsingar

Afgreiðsla
TrueFitness.is er netverslun sem sérhæfir sig í innflutningi á fæðubótaefnum.
Pantanir eru afgreiddar alla virka daga frá kl. 11:00 - 18:00. Allar pantanir geta verið sóttar samdægurs, alla virka daga, á völdum N1 stöðvum eða á afhendingastaði Dropp á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl. 12:00.
Viðskiptavinum okkar býðst einnig að fá pantanir sendar heim að dyrum eða að sækja á völdum þjónustustöðvum N1.

Ef pantað er heimsendingu fyrir kl. 12:00 kemur pöntunin heim að dyrum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og tilbúnar til afhendingu kl.17:00 á N1 stöðvarnar. Eftir kl. 12:00 verða pantanir tilbúin til afhendingar næsta virka dag.

TrueFitness.is tekur ekki ábyrgð á vörum sem verða fyrir tjóni, týnast í pósti eða við afhendingu.


Sendingarkostnaður
Meðan covid-19 stendur bjóðum við viðskiptavinum okkar á höfuðborgarsvæðinu upp á fría heimsendingu.
Einnig er boðið upp á að sækja vörurnar á völdum afhendingastöðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir 490kr og fyrir afhendingastaði á landsbyggðinni er verðið 1.250kr (1-10kg).
Ef pantað er fyrir meira en 10.000kr er þjónustan boðin endurgjaldslaust.
 

Greiðslumöguleikar 
TrueFitness.is býður upp á auðveldan og öruggan greiðslumáta í gegnum greiðslusíðu Valitor með debit eða kreditkorti. 
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% virðisaukaskatti á fæðubótarefnum eða 24% vsk á öðrum vörum (fylgihlutum).

 
Skilaréttur

Viðskiptavinir TrueFitness.is býðst endurgreiðsla að fullu ef vöru er skilað í upprunalegu ástandi og umbúðum innan 14 daga frá afhendingu vörunnar. Ef innsigli er rofið fæst vörunni ekki skilað. Ef vöru er skilað er miðað við það verð sem varan var keypt á.
Til að skila vöru er best að hafa samband í gegnum netfangið sala@truefitness.is. Sendingakostnaður vöru er ekki endurgreiddur og eru endursendar vörur á ábyrgð og kostnað kaupanda nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.  

Ef þess er óskað býður TrueFitness.is viðskiptavinum sínum nýja vöru eða endurgreiðslu vörunnar ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða, sem og endurgreiðslu sendingarkostnaðar.

 

Upplýsingar
TrueFitness.is er vefverslun sem sérhæfir sig í sölu á fæðubótarefnum.
My Helen ehf, kt:631115-0470
Döllugata 7, 113 Reykjavík.
VSK - 122963
Símanúmer: 771-5181
Netfang: sala@truefitness.is
 

TrueFitness.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsingar eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Öll meðferð persónuupplýsinga sem viðskiptavinir TrueFitness.is kunna að láta frá sér eru í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar nr. 77/2000. 

TrueFitness.is tekur ekki ábyrgð á því að einstaklingar undir 18 ára aldri versli fæðubótarefni af TrueFitness.is án leyfis foreldra eða forráðamanna.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.