Afgreiðsla á Akureyri

Vörurnar okkar fást hjá Msport íþróttaverslun, Kaupangi Akureyri. Þú einfaldlega pantar á netinu og sækir pöntunina samdægurs!

Afgreiðsla
Pantanir eru afgreiddar hjá Msport, alla virka daga frá kl. 11:00 - 17:00 og frá kl. 11:00 - 14:00 á laugardögum.

Hægt er að fá sent með Dropp eða Flytjanda og pantanir verða tilbúnar til afhendingu innan við 2 virka daga.

 

Greiðslumöguleikar 

Einungis hægt að greiða með korti hjá Msport.
TrueFitness.is býður upp á auðveldan og öruggan greiðslumáta í gegnum greiðslusíðu SaltPay með debit eða kreditkorti. 
Við bjóðum einungis upp á greiðslumöguleika hjá Pei þegar verslað er á netinu. Þegar greitt er með Pei er reikningur sendur í netbanka sem greiðist innan 14 daga. Hægt er að dreifa kaupunum á allt að 36 mánuði eða fá 30 eða 60 daga vaxtalausan greiðslufrest. Nánari upplýsingar er að finna á Pei.is. 

Öll verð í vefverslun og hjá Msport eru með inniföldum 11% virðisaukaskatti á fæðubótarefnum eða 24% vsk á öðrum vörum (fylgihlutum).

 

Skilaréttur

Viðskiptavinir TrueFitness.is býðst endurgreiðsla að fullu ef vöru er skilað í upprunalegu ástandi og umbúðum innan 14 daga frá afhendingu vörunnar. Ef innsigli er rofið fæst vörunni ekki skilað. Ef vöru er skilað er miðað við það verð sem varan var keypt á.
Til að skila vöru er best að hafa samband í gegnum netfangið sala@truefitness.is. Sendingakostnaður vöru er ekki endurgreiddur og eru endursendar vörur á ábyrgð og kostnað kaupanda nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.  

Ef þess er óskað býður TrueFitness.is viðskiptavinum sínum nýja vöru eða endurgreiðslu vörunnar ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða, sem og endurgreiðslu sendingarkostnaðar.