Smoothie skálar

Smoothie skálar með góðu skyri eða vegan jógúrti og granóla er hið fullkomna millimál! Fullkomið á öllum tíma dags og einstaklega gott eftir æfingu. 

Það má alveg bæta við vökva í blandaran og búa til prótein boost til að drekka á ferðinni.

  

 

 Smoothie skálar

 

 

Banana og berja smoothie skál!

 

Hráefni: 

 • 1 frosinn banani
 • 2 dl frosin blöndum skógarber
 • 1 dl mjólk
 • 1 skeið PEAK Whey Prótein (við notuðum Salted Caramel prótein)
 • 2 dl vanilluskyr (má sleppa)
 • Toppings sem hugurinn girnist (t.d. granóla, banani og fersk ber)

 

Aðferð:

 1. Setjið allt nema skyrið og toppings í góðan blandara og blandið vel þar til blandan verður silkimjúk
 2. Setjið skyrið í botnin á skál, smoothie blönduna yfir og toppið með því sem þið viljið.

    

     

   Vegan mango og hnetusmjör smoothie skál!    Hráefni:

   • 1 frosinn banani
   • 2 dl frosið mangó
   • 1 msk hnetusmjör
   • 1 skeið PEAK vegan Cookies and Creme prótein
   • 2 dl vegan jógúrt (má sleppa)
   • Toppings sem hugurinn girnist (t.d. banani, ferskt mangó, granóla, saxað súkkulaði og hnetusmjör)
     
   Aðferð:

   1. Setjið allt nema jógúrtið og toppings í góðan blandara og blandið vel þar til blandan verður silkimjúk
   2. Setjið jógúrtið í botnin á skál, smoothie blönduna yfir og toppið með því sem þið viljið.  

      

      


     Newer Post →