Pönnukökur & Möffins

Einfaldar og hollar prótein uppskriftir! Þessar uppskriftir henta vel á öllum tímum dags, einstaklega gott eftir æfingu eða til þess að brjóta upp á morgunmatinn.

  

 Pönnukökur & Möffins

 

 

Prótein pönnukökur!

Það er nauðsynlegt að kunna að gera einfaldar prótein pönnukökur til að brjóta upp á morgunmatinn. Þessar pönnukökur virka með hvaða prótein bragðtegund sem er og tekur einungis nokkrar mínútur að útbúa.

 

 Hráefni fyrir sirka tvo:
 • 2 dl malað haframjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 skeiðar PEAK prótein (við notuðum Cookies and Creme
 • vegan prótein)
 • 2 og ½ dl mjólk (plöntumjólk ef gera á vegan kökur)
 • 1 msk olía eða bráðið smjör
  Aðferð:

       1. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál
       2. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið öllu saman.
       3. Steikið litlar kökur á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

  Prótein möffins!

  Auðveldar prótein möffins eru snilldar millimál! Þessar möffins eru ótrúlega auðveldar, ótrúlega hollar og stútfullar af próteini! Við mælum með að prófa þessa uppskrift með hvaða próteinbragði sem er.    Hráefni í 12 kökur:

  • 3 dl malað haframjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 skeiðar PEAK próteinduft (við notuðum Cookies and Creme vegan prótein)
  • 2 stappaðir bananar
  • 2 og ½ dl mjólk (plöntumjólk ef gera á vegan kökur)
  • ½ dl hlynsíróp (eða það síróp sem hver og einn kýs að nota)
  • 1-2 dl saxað súkkulaði (má sleppa)
  Aðferð:
        
        1. Blandið öllum þurrefnunum í skál
        2. Bætið restinni af hráefnunum saman við.
        3. Hrærið súkkulaðinu síðast út í.
        4. Bakið í 15-17 mínútur við 180°C. 

  Share this post  ← Older Post Newer Post →